Collection: Jakob F. Ásgeirsson
Jakob F. Ásgeirsson er M.A. í heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði (P.P.E.) frá Oxford-háskóla (Pembroke College) og M.Litt. í stjórnmálafræði frá sama skóla. Auk þess stundaði hann um eins árs skeið nám í blaðamennsku við Georgíu-háskóla í Bandaríkjunum.
Jakob hefur unnið við ritstörf, blaðamennsku og bókaútgáfu. Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu í nokkur ár, ritstjóri Sjómannadagsblaðsins1986–1988, pistlahöfundur á Viðskiptablaðinu um skeið og ritstjóri og útgefandi tímaritsins Þjóðmála í tíu ár, 2005–2015. Þá var Jakob útgáfustjóri Nýja Bókafélagsins 1988–2002. Frá árinu 2004 hefur hann verið útgefandi og eigandi bókaforlagsins Uglu.
Jakob hefur sent frá sér fjórtán bækur. Meðal þeirra er bókin Þjóð í hafti, um 30 ára sögu verslunarfjötra á Íslandi 1930–1960, og fimm stórar ævisögur: um Jón Gunnarsson, stofnanda Coldwater í Bandaríkjunum, Alfreð Elíasson, flugstjóra og stofnanda Loftleiða, Pétur Benediktsson, sendiherra og bankastjóra, Valtý Stefánsson, ritstjóra Morgunblaðsins, sem tilnefnd var til íslensku bókmenntaverðlaunanna, og Ingvar Vilhjálmsson útgerðarmann. Auk þess hefur Jakob meðal annars skrifað endurminningar Kristjáns Albertssonar rithöfundar og Óskars Jóhannssonar kaupmanns.