Aung San Suu Kyi <br><small><I>Jakob F. Ásgeirsson</i></small></p>

Aung San Suu Kyi
Jakob F. Ásgeirsson

3.499 kr
3.499 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Í rúma þrjá áratugi var Aung San Suu Kyi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels 1991, ein dáðasta kona heims. Barátta hennar fyrir mannréttindum og lýðræðisumbótum í heimalandi sínu, Búrma, vakti heimsathygli.

Lýðræðishreyfing hennar vann afgerandi kosningasigur árið 1990 en herforingjastjórnin, sem réð þar ríkjum komst upp með að hundsa þau kosningaúrslit í tvo áratugi. Þúsundir óbreyttra borgara voru myrtar og allir helstu stjórnarandstæðingar fangelsaðir.

Sjálfri var Aung San Suu Kyi haldið langdvölum í stofufangelsi á heimili sínu í Rangoon og meinað að hafa samskipti við fjölskyldu sína.

Í þessari bók segir Jakob F. Ásgeirsson sögu þessarar einstæðu hugsjónakonu sem á fáeinum vikum varð sameiningartákn þjóðar sinnar andspænis grimmilegri kúgun allsráðandi herforingjaklíku.

Innbundin - 160 bls.

Útgáfuár: 2009