Collection: Ásgeir Jakobsson

Ásgeir Jakobsson (1919–1996) fæddist í Bolungavík og fór ungur til sjós. Hann var sjómaður í sextán ár og lauk Hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum. Árið 1947 fór hann í land og gerðist bóksali á Akureyri. Hann rak Bókabúð Rikku til ársins 1964 en flutti þá suður til Reykjavíkur og tók að skrifa bækur.

Alls sendi hann frá sér 21 bók á þrjátíu árum. Meðfram bókagerð sinni skrifaði Ásgeir mikið í blöð og mátti heita fastur dálkahöfundur við Morgunblaðið um aldarfjórðungsskeið þar sem hann hélt meðal annars lengi úti sérstakri Sjómannasíðu.

Í sagnagerð sinni um útgerðarmenn og sjómenn, sem jafnframt eru almennar heimildarsögur um íslenskan sjávarútveg, spannaði Ásgeir Jakobsson heildarsögu sjósóknar og útgerðar á Íslandi frá landnámi til loka 20. aldar.

Ævisögur hans um útgerðarmenn skipa sérstöðu í bókmenntum okkar. Þær segja sögu sex af atkvæðamestu útgerðarmönnum þjóðarinnar: Péturs Thorsteinssonar, Einars Þorgilssonar, Óskars Halldórssonar, Tryggva Ófeigssonar, Einars Guðfinnssonar og Aðalsteins Jónssonar (Alla ríka).

Af öðrum bókum Ásgeirs má nefna tvær skáldsögur um sjómannslíf: Hinn sæla morgun, sem lýsir mannlífi í sjávarplássi á árabátaöldinni, og heimildarskáldsöguna Gríms sögu trollaraskálds, um togaralíf á árum heimsstyrjaldarinnar síðari.

Bók Ásgeirs um Þórð kakala kom fyrst út árið 1988 og byggðist á vinsælum greinaflokki sem hann birti í Lesbók Morgunblaðsins nokkrum árum fyrr.

3 products
  • Þórður kakali
    Ásgeir Jakobsson

    Þórður kakali<br><small><i>Ásgeir Jakobsson</i></small></p>
    Translation missing: is.products.product.regular_price
    3.999 kr
    Translation missing: is.products.product.sale_price
    3.999 kr
  • Fiskleysisguðinn
    Ásgeir Jakobsson

    Fiskleysisguðinn <br><small><i>Ásgeir Jakobsson</i></small></p>
    Translation missing: is.products.product.regular_price
    2.999 kr
    Translation missing: is.products.product.sale_price
    2.999 kr
  • Kastað í Flóanum
    Ásgeir Jakobsson

    Kastað í Flóanum <br><small><I>Ásgeir Jakobsson</i></small></p>
    Translation missing: is.products.product.regular_price
    4.499 kr
    Translation missing: is.products.product.sale_price
    4.499 kr