Collection: Björn Bjarnason
Björn Bjarnason er lögfræðingur að mennt. Hann var útgáfustjóri Almenna bókafélagsins á árunum 1971–1974, deildarstjóri og skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu á árunum 1974–1979, en síðan blaðamaður og aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins þar til hann settist á Alþingi árið 1991. Hann var síðan þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík allt til 2009. Hann var menntamálaráðherra á árunum 1995–2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 2003–2009.
Björn hefur skrifað mikið í blöð og lengi haldið úti vinsælli vefsíðu, bjorn.is. Hann hefur skrifað og þýtt allnokkrar bækur, þar á meðal tvær bækur sem hafa komið út á vegum Uglu, Rosabaugur yfir Íslandi (2011) og Hvað er Íslandi fyrir bestu? (2009).