Út í vitann, fimmta skáldsaga breska rithöfundarins Virginiu Woolf, er jafnan talin einn af hátindum nútímabókmennta.
Í bókinni er skyggnst inn í líf fjölskyldu og gesta hennar í sumarleyfi á skosku Suðureyjunum. Frú Ramsey gnæfir yfir alla með persónu sinni og stýrir fólkinu í kringum sig á sinn ómótstæðilega hátt — hinum sérkennilega og þurftarfreka eiginmanni, barnahópnum, elskhugunum, gamla rithöfundinum viðskotailla, listmálaranum sjálfstæða, klunnalega unga menntamanninum. En allt á sinn stað og stund — og næsta ferð út í vitann er undir öðrum formerkjum.
Fáar skáldsögur búa yfir þeim mætti að breyta lífi lesenda sinna — en Út í vitann þykir vera ein þeirra.
Herdís Hreiðarsdóttir þýddi og skrifaði eftirmála.
Virginia Woolf (1882–1941) er einn af fremstu rithöfundum 20. aldar. Meðal helstu skáldsagna hennar eru Út í vitann,Frú Dalloway og Orlando. Hún tilheyrði frægum bókmennta- og listahópi sem kenndur var við Bloomsbury í London.
Kilja – 327 bls.
Útgáfuár: 2014