Líkami okkar, þeirra vígvöllur <br><small><i> Christina Lamb</i></small></p>

Líkami okkar, þeirra vígvöllur
Christina Lamb

Translation missing: is.products.product.regular_price
4.499 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
4.499 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Þessi bók hins margverðlaunaða stríðsfréttarita og meðhöfundar bókarinnar Ég er Malala er fyrsta meiriháttar umfjöllunin um umfang nauðgana og kynferðisofbeldis í stríðsátökum nútímans.

Christina Lamb hefur flutt fréttir af stríðsátökum í meira en þrjátíu ár og orðið æ meira hugsi yfir þeim hluta átakanna sem ekki hefur verið sagt frá. Í Líkami okkar, vígvöllur þeirra lætur hún raddir kvenna heyrast og afhjúpar hvernig herir, hryðjuverkamenn og vígasveitir beita nauðgunum sem stríðsvopni í nútímaátökum til þess að niðurlægja, hræða og stunda kynþáttahreinsanir.  Þrátt fyrir að nauðganir hafi verið skilgreindar sem alþjóðlegur stríðsglæpur árið 1919 hefur Alþjóðaglæpadómstóllinn aldrei sakfellt neinn. Þessi sláandi nýja bók er ákall til okkar um að hlusta og hafast að gegn þessum vanræktasta glæp heimsins.

Nauðganir kunna að vera jafn gamlar stríðsátökum en þær eru glæpur sem hægt er að fyrirbyggja. Í bók sinni krefst Christina Lamb þess að við vöknum til vitundar og sjáum þann skelfilegan raunveruleika sem fórnarlömb nauðgana, aðallega konur, hafa þurft að þola. Að bera þessu vitni tryggir ekki að það muni ekki eiga sér stað aftur, en það getur orðið til þess að heimurinn geti ekki lengur sagt að hann hafi ekkert vitað.

Elín Guðmundsdóttir þýddi.

„Bókstaflega mest sláandi og óhugnanlegasta bók sem ég hef nokkru sinni lesið. “ – Antony Beevor, sagnfræðingur og rithöfundur

 „Þessi bók er vakning til vitundar um gríðarlegt umfang og skelfingu nauðgana í stríði vanræktasta stríðsglæp mannkynsins. Sögur þessara kvenna koma ykkur til að gráta og fyllast reiði yfir tómlæti heimsins.“ – Amal Clooney, mannréttindalögfræðingur

„Christina Lamb hefur gert hið ómögulega skrifað konur inn í mannkynssöguna. Þessi bók, Líkami okkar, vígvöllur þeirra, er ótrúlegt afrek í blaðamennsku, frábærum frásagnarstíl, hugrekki og hjartahlýju … Ef þú lest eina bók á þessu ári skaltu lesa þessa. Hún er stórkostleg“ – Eve Ensler, leikskáld, leikskáld, höfundur Vagina Monolouges

„Í árþúsundir hafa fjöldanauðganir verið stríðsvopn. En vitnisburð um kynferðisofbeldi er nánast hvergi að finna í skráðri sögu mannkynsins. Í þessari æðrulausu, fallegu og miskunnarlausu bók fá fórnarlömbin loksins að segja frá á átakanlegan en innblásinn hátt.“ —  Bettany Hughes, sagnfræðingur og rithöfundur

Kilja – 470 bls.

Útgáfuár: 2020