Grafin undir gistihúsi <br><small><i> Ryan Green </i></small></p>

Grafin undir gistihúsi
Ryan Green

2.999 kr
2.999 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

SÖNN SAKAMÁL 1

Við rannsókn á mannshvarfi árið 1988 bönkuðu lögreglumenn í Sacramento í Bandaríkjunum upp á í gömlu gistihúsi þar sem aldraðir utangarðsmenn og andlega veikt fólk átti athvarf. Þarna hafði verið síðasta heimilisfang mannsins sem hvarf.

Eigandi gistihúsins, Dóróthea Puente, var elskuleg gömul kona sem naut virðingar í samfélaginu fyrir líknarstörf sín. Engar vísbendingar fengust um mannshvarfið við þessa heimsókn. Þó voru lögreglumennirnir hugsi yfir ummælum eins dvalargestsins. Sá hafði sagt um að sumir íbúar í gistihúsinu hefðu fyrirvaralaust horfið á braut í skjóli nætur án þess að skilja eftir neinar upplýsingar um hvert þeir fóru. Auk þess hefðu stundum verið grafnar stórar holur í garðinu sem hefðu verið fullar að morgni.

Hinn 11. nóvember 1988 sneru lögreglumennirnir aftur í gistihúsið, nú með skóflur í hendi. Í kjölfarið hófst rannsókn sem vakti heimsathygli á sínum tíma.

Gísli Rúnar Jónsson þýddi.

„Ég get ekki beðið eftir að lesa meira eftir þennan höfund.“ – amazon.com

„Ryan Green er otrúlegur sagnamaður ... hann segir ekki aðeins söguna eins og hún gerðist heldur gerir lesandann að þátttakanda í henni.“ – Blackbird.

Kilja – 174 bls.

Útgáfuár: 2020