Þórður kakali<br><small><i>Ásgeir Jakobsson</i></small></p>

Þórður kakali
Ásgeir Jakobsson

Translation missing: is.products.product.regular_price
3.999 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
3.999 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Þórður kakali Sighvatsson var einn mesti foringi á Sturlungaöld. Hann var stórbrotin persóna, viljafastur og mikill hermaður, en um leið mannlegur og vinsæll. Hann sameinaði hörku, vitsmuni og skipulagsgáfu.

Ásgeir Jakobsson rekur hér sögu Þórðar kakala eftir þeim sögubrotum sem til eru bókfest af honum hér og þar í Sturlungasafninu — í Þórðarsögu, Íslendingasögu, Arons sögu Hjörleifssonar, Þorgils sögu skarða og Hákonar sögu.

Ásgeir bregður upp lifandi myndum af mannlífi og valdabaráttu á Sturlungaöld með og varpar meðal annars nýju ljósi á einu sjóorrustu Íslendinga, Flóabardaga.

Enginn íslenskur höfundur hefur skrifað um sjómenn, skip og hafið eins og Ásgeir Jakobsson (1919–1996). Hann var landskunnur fyrir skrif sín um sjávarútvegsmál og ævisögur hans um útgerðarmenn hafa sérstöðu í bókmenntum okkar.

„Það var af þeirri mynd sem Ásgeir Jakobsson dró upp af Þórði sem sú hugmynd mín spratt að hann væri rakið efni í skáldsögu. Og stíll Ásgeirs í bókinni um Kakalann gerir hana að miklum ánægjulestri.“ – Einar Kárason

„Sigurður skólameistari sagði einu sinni að menn ættu ekki að skrifa um annað en það sem þeir hefðu vit á. Ásgeir Jakobsson fylgir hér þeirri reglu, skyggnir það sjónarsvið þessa mikla rits {Sturlungu] þar sem hann er sjálfur heima.“ – Erlendur Jónsson, Morgunblaðinu

Kilja – 320 bls.

Útgáfuár: 2019