Drottning sakamálasagnanna – Hercule Poirot ráðgáta
Kyrrðin á skemmtiferðaskipi sem siglir um Nílarfljót er skyndilega rofin þegar einn úr hópi farþeganna finnst myrtur í klefa sínum. Þetta er ung og glæsileg kona af ríkum ættum. Meðal farþega á skipinu er leynilögreglumaðurinn Hercule Poirot. Það rifjast upp fyrir honum að hann hafði heyrt einn farþegann segja um konuna sem var myrt: „Mig langar að leggja litlu fínu byssuna mína að höfði hennar og bara þrýsta á gikkinn.“ En fátt er eins og sýnist — í þessu framandi og heillandi umhverfi.
Dauðinn á Níl er eitt af meistaraverkum drottningar sakamálasagnanna og ein vinsælasta bók hennar.
Ragnar Jónasson þýddi bókina.
Agatha Christie (1890–1976) er vinsælasti skáldsagnahöfundur allra tíma. Aðeins Biblían og verk Shakespeares hafa selst í fleiri eintökum á heimsvísu en bækur Agöthu Christie. Meira en milljarður eintaka hefur selst af bókum hennar á ensku og annar milljarður til í þýðingum á um eitt hundrað tungumál.
„Agatha Christie er ódauðleg.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni
„ Aðalfjarvistarsönnunin er snilldarleg.“ – The Sunday Times
Kilja – 295 bls.
Útgáfuár: 2017