Undir kvöld leggur gúmmíbátur úr höfn í bænum Råå. Um borð er maður með slíðrað sverð á bakinu. Erindi hans hefur verið ákveðið með teningskasti. Ein manneskja skal deyja. En hann veit ekki enn hver.
Vikum saman hefur lögreglan í Helsingborg glímt við flókna morðrannsókn. Loks þegar rannsókninni er að ljúka er framið nýtt morð sem verður til þess að lögreglan þarf að endurskoða allar fyrri ályktanir.
Bækur sænska verðlaunahöfundarins Stefan Ahnhem um Fabian Risk þykja með allra bestu glæpasögum síðari ára. Þær hafa selst í milljónum eintaka og verið þýddar á yfir þrjátíu tungumál. X leiðir til að deyja er fimmta bókin í flokknum um Fabian Risk.
Elin Guðmundsdóttir þýddi.
„ Ahnhem býr yfir þeim dásamlega hæfileika að geta viðhaldið spennu.“ – Kristiansbladet
„Ahnhem hefur náð fullkomnum tökum á dramatískri hlið skriftanna.“ – Johannas deckarhörna
„Meistaraverk!“ – Hannas bokhörna
„Minnir á Mankell þegar hann var upp á sitt besta.“ – Sunday Times
Kilja – 460 bls.