Fagran apríldag í Kaupmannahöfn hverfur fimmtán ára drengur sporlaust. Í fyrstu lítur út fyrir að hann hafi hlaupist að heiman. Brátt kemur þó í ljós að eitthvað ískyggilegt býr að baki. Var drengnum rænt eða svipti hann sig lífi? Eina vísbendingin sem lögreglan hefur um hvar hann geti verið er óljós tilvitnun úr skáldsögu.
Þetta er þriðja bókin sem kemur út á íslensku í Kaupmannahafnarseríunni eftir Katrine Engberg um lögregluforingjana Jeppe Kørner og Anette Werner. Bækurnar hafa slegið í gegn og vermt efstu sæti vinsældalista víða um heim.
Friðrika Benónýsdóttir þýddi.
„Nordic noir-meistaraverk.“ Booklist
„Þessi bók heltekur mann.“ Publishers Weekly
* * * * Verdens Gang
„Engberg skrifar af miklum krafti og lifandi stílsmáti hennar nýtur sín í ljóðrænum lýsingum og lúmskum, stríðlyndum húmor ... Fáir eru henni fremri í að búa til flott plott.“ Berlingske Tidende
Kilja – 342 bls.
Útgáfuár: 2022