Vítislogar. Heimur í stríði 1939–1945 <br><small><i> Max Hastings</i></small></p>

Vítislogar. Heimur í stríði 1939–1945
Max Hastings

Translation missing: is.products.product.regular_price
9.999 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
9.999 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Heimsstyrjöldin síðari kostaði um sextíu milljónir manna lífið – að meðaltali tuttugu og sjö þúsund manns á dag. Milljónir hlutu ævarandi líkamlegan og andlegan skaða. Heilu borgirnar og landsvæðin voru rústir einar.

Í fjóra áratugi hefur Max Hastings rannsakað og skrifað um ólíka þætti þessa hildarleiks. Í þessari bók dregur hann saman rannsóknir sínar í eitt heildarverk sem fengið hefur frábærar viðtökur og þykir varpa nýju ljósi á blóðugustu ár tuttugustu aldar.

Hvernig var að upplifa þennan tíma? Hastings lýsir persónulegum afleiðingum styrjaldarinnar en gætir þess jafnframt að missa ekki sjónar á hinu stóra herfræðilega og alþjóðlega samhengi. Úr verður æsispennandi en djúphugul frásögn af ógnvænlegustu árum mannkynssögunnar.

Magnús Þór Hafsteinsson þýddi.

Max Hastings er einn þekktasti blaðamaður og rithöfundur Bretlands. Hann ritstýrði um langt skeið dagblöðunum Evening Standard og Daily Telegraph. Hann gat sér fyrst orð fyrir blaðamennsku sína með skrifum frá átakasvæðum víða um heim. Hann er höfundur hátt í þrjátíu bóka og fjalla flestar þeirra um stríðsátök. Hann hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir bækur sínar og blaðamennsku og er félagi í Royal Society of Literature, heiðursfélagi King's College í London og var aðlaður árið 2002. Hann er faðir tveggja barna og býr með eiginkonu sinni, Penny, í West Berkshire þar sem þau stunda garðrækt af ástríðu.

„Margar frábærar heildarsögur um síðari heimsstyrjöldina hafa verið skrifaðar ... en engin þeirra stenst samjöfnuð við bók Hastings.“ – Kirkus Reviews

„Stríðsaga eins og hún gerist mest spennandi. Sannkallað snilldarverk!“ – Ian Kershaw

„Sefjandi læsileg frá fyrstu síðu allt til hinnar síðustu.“ – Sunday Telegraph

„Án alls vafa besta bókin í einu bindi sem skrifuð hefur verið um stríðið.“ – Sunday Times

Innbundin – 925 bls.

Útgáfuár: 2021