Í bókinni er sagt frá utangarðsfólki og förufólki á Vesturlandi og Vestfjörðum frá síðari hluta 18. aldar og fram á fyrstu ár 20. aldar. Slóð utangarðsfólks leynist ótrúlega víða þegar betur er að gáð — og fjöldi þeirra kemur á óvart.
Óhætt er að segja að þessi örlagaþrungna grasrótarsaga bregði nýju og óvæntu ljósi á Íslandssöguna. Bókin er ríkulega myndskreytt, þar á meðal með teikningum Halldórs Baldurssonar.
Kilja – 196 bls.
Útgáfuár: 2015