Tvöfaldar tjónabætur<br><small><i>James M. Cain</i></small></p>

Tvöfaldar tjónabætur
James M. Cain

Translation missing: is.products.product.regular_price
3.999 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
3.999 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

 Walter Huff er slunginn tryggingasölumaður. Dag einn verður frú Phyllis Nirdlinger á vegi hans. Hún vill kaupa slysatryggingu fyrir eiginmann sinn. Í kjölfarið lætur hún í ljós áhuga á að eiginmaður hennar verði fyrir slysi. Walter laðast að Phyllis. Til að vinna hug hennar skipuleggur hann hið fullkomna morð — og svíkur öll sín lífsgildi.

Mögnuð skáldsaga um undirferli, sektarkennd og tortímandi ást.

James M. Cain er einn af meisturum harðsoðna-skólans í bandarískum bókmenntum. Tvær frægustu bækur hans eru Tvöfaldar tjónabætur(Double Indemnity) og The Postman Always Rings Twice. Eftir báðum þessum bókum hafa verið gerðar frægar kvikmyndir.

Þórdís Bachmann þýddi.

„Amerískt meistaraverk.“ – Ross Macdonald

„Engum hefur alveg tekist það sem Cain gerir, ekki Hemingway og jafnvel ekki Raymond Chandler.“ – Tom Wolfe

„Enginn hefur nokkru sinni hætt að lesa í miðri bók eftir Jim Cain.“ – Saturday Review of Literature

Kilja – 176 bls.

Útgáfuár: 2019