Tjaldið fellur <br><small><I>Agatha Christie</i></small></p>

Tjaldið fellur
Agatha Christie

4.299 kr
4.299 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Síðasta mál Poirots

Vinirnir Hercule Poirot og Hastings eru komnir á Styles-setur þar sem þeir leystu sína fyrstu morðgátu. Bæði Poirot og Styles-setur hafa séð betri daga. En þótt Poirot sé kominn í hjólastól vegna liðagigtar eru „litlu gráu sellurnar“ hans enn í fullu fjöri.

Þegar Poirot ásakar einn af gestunum á Styles sem fimmfaldan morðingja eru sumir fullir efasemda enda virðist maðurinn sauðmeinlaus. En Poirot veit að hann verður að hafa hraðar hendur til að koma í veg fyrir sjötta morðið – áður en tjaldið fellur.

Helgi Ingólfsson þýddi.

Agatha Christie (1890–1976) er vinsælasti skáldsagnahöfundur allra tíma. Aðeins Biblían og verk Shakespeares hafa selst í fleiri eintökum á heimsvísu en bækur Agöthu Christie. Meira en milljarður eintaka hefur selst af bókum hennar á ensku og annar milljarður til í þýðingum á um eitt hundrað tungumál.

Kilja – 254 bls.

Útgáfuár: 2022