Þriðji engillinn<br><small><i>Alice Hoffman</i></small></p>

Þriðji engillinn
Alice Hoffman

3.499 kr
3.499 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Í þessari seiðmögnuðu skáldsögu er rakin saga þriggja kvenna sem verða ástfangnar af „röngum“ mönnum. Madeline laðast að unnusta systur sinnar, Frieda hleypst á brott til að verða músa mislukkaðrar rokkstjörnu og Bryn ætlar að ganga í hjónaband þótt hún sé ennþá ástfangin af fyrrverandi eiginmanni sínum. Sögur þessara þriggja kvenna gerast á ólíkum tímaskeiðum en skarast með kynngimögnuðum hætti. Allar hafa konurnar dvalið á sama hótelinu í Knightsbridge þar sem fjórða konan, Lucy, kemur til sögunnar — ásamt þriðja englinum. Listilega ofinn söguþráður um eðli og töframátt ástarinnar.

Metsöluhöfundurinn Alice Hoffman nýtur vinsælda og virðingar úti um allan heim. Þriðji engillinner fyrsta skáldsaga hennar sem kemur út á íslensku.

Jón R. Hjálmaarsson þýddi.

„Ógleymanleg lýsing á því hve sönn ást ristir djúpt“ – USA Today

„Ég drekk allt í mig sem Alice skrifar, en þessi töfrandi bók er meðal hennar dásamlegustu. Eftir að ég byrjaði að lesa gat ég ekki hætt.“ – Jodi Picoult

„Fyrsta flokks sögumaður.“ – The Indeependent

„Hoffman sýnir á lifandi hátt hvernig náð, fegurð og fyrirgefning geta sprottið úr tortímandi aðstæðum." – Elle

„Einstaklega hrífandi skáldsaga um mannlegt eðli.“ – Library Journal

Kilja – 363 bls.

Útgáfuár: 2018