Þrettán tímar<br><small><i>Deon Meyer</i></small></p>

Þrettán tímar
Deon Meyer

Translation missing: is.products.product.regular_price
3.499 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
3.499 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Cape Town í Suður-Afríku, árla morguns. Lík bandarískrar unglingsstúlku finnst á götum úti. Hún hafði verið skorin á háls. Vinkona hennar er horfin. Hún er einhvers staðar í Cape Town. Vonandi á lífi. Lögregluforinginn Benny Griessel er staðráðinn í að finna hana áður en dagur er að kveldi kominn. Jafnframt keppist hann við morðrannsóknina. Í miðju kafi er honum falið annað mál, morð á áhrifamanni í suður-afríska tónlistarheiminum. Benny hefur haldið sig frá flöskunni samfleytt í 156 daga. En dagur 157 ætlar að reynast djöfullegur.

Hörkukrimmi eftir suður-afríska metsölu- og verðlaunahöfundinn Deon Meyer.

Þórdís Bachmann þýddi.

„Þetta er frábær bók!“ – Michael Connelly

„Einn allra beittasti og skarpasti glæpasagnahöfundur samtímans.“ – The Times

„Þessi þriller hefur allt til að bera — lifandi persónur og óvænt endalok. Lokadómur: Engin venjuleg glæpasaga.“ – Sidney Daily Telegraph

„Framúrskarandi ... æsispennandi.“ – The Sunday Times

„Hressileg frásögn og heilsteyptar persónur ... Lesandanum líður eins og einkaspæjara þegar púslin í ráðgátunni fara að raðast saman úr feni spillingarinnar. Grunsemdir vakna, maður veltir vöngum — og það hríslast um mann hrollurinn.“ – American Statesman

„Þrumugóð saga ... Meyer tekst að skapa nánast óbærilega spennu.“ – Financial Times

 

Kilja – 431 bls.

Útgáfuár: 2016