Það er fylgst með þér <br><small><i>Mary Higgins Clark</i></small></p>

Það er fylgst með þér
Mary Higgins Clark

Translation missing: is.products.product.regular_price
3.499 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
3.499 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Nýi tryllirinn frá „drottningu spennusagnanna“, Mary Higgins Clark

Átján ára stúlka, Kerry, finnst látin í sundlauginni heima hjá sér eftir að hafa haldið partí í fjarveru foreldra sinna. Grunur beinist fljótt að kærasta hennar, sem hafði rifist heiftarlega við Kerry um kvöldið, en líka að tvítugum nágranna sem mislíkaði að hafa ekki verið boðið í partíið. Eldri systir Kerry er staðráðin að komast að því hvað gerðist. En með því stofnar hún eigin lífi í stórhættu — í litlum bæ þar sem allir þekkja alla ...

Æsispennandi metsölubók sem rauk beint í efsta sæti metsölulista víða um heim.

„Meistari spennunnar.“ – The New Yorker

„Einstakur sögumaður.“ – Publishers Weekly

„Rétt eina ferðina sýnir Mary Higgins Clark og sannar að hún ber titilinn Drottning spennusagnanna með rentu.“ – New York Journal of Books

Metsöluhöfundurinn Mary Higgins Clark hefur sent frá sér 39 spennusögur, fjögur smásagnasöfn, sögulega skáldsögu, endurminningar og tvær barnabækur. Þá hefur hún skrifað allmargar spennusögur með metsöluhöfundinum Alafair Burke og einnig nokkrar með dóttur sinni, Carol Higgins Clark. Bækur Mary Higgins Clark eru metsölubækur um víða veröld. Í Bandaríkjunum hafa bækur hennar verið prentaðar í meira en eitt hundrað milljónum eintaka. Það er fylgst með þér er 35. bókin eftir Mary Higgins Clark sem kemur út á íslensku.

Snjólaug Bragadóttir þýddi.

Kilja – 272 bls.

Útgáfuár: 2020