ÞRIÐJA BÓKIN, SEINNI HLUTI, Í SÖNG UM ÍS OG ELD.
Blóðug átök um völd og áhrif.
Stark-ættbálkurinn er sundraður. Til að viðhalda völdum sínum í Norðri verður Robb Stark að lúta vilja harðstjórans gamla, Walders Freys. En hvar eru Arya og Bran — og hver verða örlög Sönsu?
Handan hafsins vinnur Daenerys, síðasti erfingi drekakonunganna, hvern sigurinn af öðrum á harðskeyttum þrælahöldurum. En hún hefur sett stefnuna á Westeros með hefndarhug í hjarta.
Aldrei hefur baráttan um Járnhásætið verið ofsafengnari og grimmilegri.
Magnþrunginn sagnabálkur, sem kenndur er við fyrstu bók bálksins, Game of Thrones, eftir hinum geysivinsælum sjónvarpsþáttum, en þeir eru meðal annars teknir upp á Íslandi.
Elín Guðmundsdóttir þýddi.
„Tröllaukinn og stórkostlegur sagnabálkur … George R.R. Martin fangar heillandi og margbrotinn heim Rósastríðanna eða Rómaveldis.“ – SFX
„Fullkomlega trúverðug.“ – Craig Robertson
„Frábær sería.“ – Eurocrime
Kilja – 630 bls.
Útgáfuár: 2015