ÞRIÐJA BÓKIN, FYRRI HLUTI, Í SÖNG UM ÍS OG ELD.
Um alla Westeros-álfu eru blóðug átök um völd og áhrif. Í norðri stefna hjarðir hungraðra og göldróttra villimanna þangað sem Robb Stark hefur hreiðrað um sig, en hann er með allan hugann við yfirvofandi úrslitaorrustu við Suðrið þar sem hinir slóttugu Lannisterar ráða ríkjum. Hvað verður um dverginn Tyrion eða systkinin Aryu, Bran og Sönsu?
Aldrei hefur baráttan um Járnhásætið verið ofsafengnari og grimmilegri.
Magnþrunginn sagnabálkur, sem kenndur er við fyrstu bók bálksins, Game of Thrones, eftir hinum geysivinsælum sjónvarpsþáttum, en þeir eru meðal annars teknir upp á Íslandi.
Launráð, losti og leynimakk — mögnuð bók fyrir spennufíkla á öllum aldri.
„Tröllaukinn og stórkostlegur sagnabálkur … George R.R. Martin fangar heillandi og margbrotinn heim Rósastríðanna eða Rómaveldis.“ SFX
Kilja – 660 bls.
Útgáfuár: 2019