Sögur af fólki handan Berlínarmúrsins.
Í þessari mögnuðu verðlaunabók segir Anna Funder sögur af lífi venjulegs fólks í mesta lögreglu- og eftirlitsríki allra tíma, Austur-Þýskalandi.
Brugðið er upp hugstæðri mynd af óreiðu og fegurð Berlínar þar sem margir íbúanna glíma við minningar frá því að Múrinn skipti borginni í tvo aðskilda hluta. Oftar en ekki eru minningarnar þess eðlis að þeim er ekki hægt að gleyma.
Ljóðræn og átakanleg lýsing á hugrekki þeirra sem risu upp gegn ógninni og afleiðingunum fyrir þá sem gengu í lið með Stasi, öryggislögreglu ríkisins.
Stasiland eftir ástralska skáldsagnahöfundinn Önnu Funder hefur farið sigurför um heiminn og verið þýdd á um tuttugu tungumál. Hún hefur m.a. hlotið hin virtu „BBC 4 Samuel Johnson verðlaun“ í Bretlandi.
Elín Guðmundsdótir þýddi.
„... meistaraverk í rannsóknarblaðamennsku, skrifað næstum því eins og skáldsaga, með fullkominni blöndu af samúð og fjarlægð.“ – The Sunday Times
„Ótrúlega hrífandi.“ – Canberra Times
„Litrík, tilfinningaþrungin lýsing, frábærlega vel gerð, uppfull af grimmilegri fyndni og uggvekjandi undirtónum.“ –Kirkus Review
Kilja – 320 bls.
Útgáfuár: 2012