Sovét-Ísland, óskalandið <br><small><i>Þór Whitehead</i></small></p>

Sovét-Ísland, óskalandið
Þór Whitehead

3.999 kr
3.999 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Aðdragandi byltingar sem aldrei varð.

Kommúnistaflokkur Íslands var deild í heimsbyltingarsambandinu Komintern í Moskvu. Yfirlýst markmið flokksins var: Bylting og stofnun Sovét-Íslands. Hér lýsir Þór Whitehead undirbúningi flokksins að byltingu í landinu.

– Byltingarbaráttan leiddi af sér gróft ofbeldi og fjöldi manns slasaðist, sumir varanlega.

– Tugir valdra flokksmanna lærðu m.a. hernað og neðanjarðarstarfsemi í leynilegum byltingarskólum í Moskvu.

– Flokkurinn kom sér upp bardagaliði, sem sigraðist á lögreglunni í Gúttóslagnum og átti að leiða byltinguna.

– Njósnir og undirheimar Kominterns og sovésku leyniþjónustunnar náðu til Íslands.

Geysimikil rannsókn býr að baki bókinni. Nýju ljósi er brugðið yfir byltingarstarf kommúnista og mestu átakatíma í sögu Íslands.

Þór Whitehead hefur aflað sér vinsælda lesenda með styrjaldarbókum sínum. Verk hans hafa hlotið einróma lof fræðimanna fyrir vönduð vinnubrögð og yfirgripsmiklar rannsóknir. Þessi bók sver sig í ætt við fyrri bækur Þórs. Frásögnin er grípandi og örlög einstaklinga tvinnuð saman við meginþráðinn. Þór hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 1995.

Innbundin – 480 bls.

Útgáfuár: 2010