Fáir hafa náð betri tökum á listformi smásögunnar en rússnesku meistararnir á 19. og 20. öld. Í þessa sýnisbók hefur Áslaug Agnarsdóttir valið og þýtt nokkrar af fremstu smásögum rússneskra bókmennta eftir þekkta höfunda allt frá Púshkín til Teffí.
Sögurnar eru allar samdar fyrir byltinguna 1917 — og takast á við og endurspegla á ólíkan hátt viðkvæm álitaefni í samfélaginu. Í Rússlandi hefur það oftar en ekki verið hlutverk rithöfunda að ganga á hólm við ríkjandi hefðir, spyrja spurninga sem aðrir þora ekki að spyrja og „segja sannleikann“ eins og það er kallað.
Sögurnar eru auk þess frábærlega stílaðar og afar skemmtilegar aflestrar.
Innb. – 320 bls.
Útgáfuár: 2017