Sjálfsskaði <br><small><i>Elsebeth Egholm</i></small></p>

Sjálfsskaði
Elsebeth Egholm

Translation missing: is.products.product.regular_price
3.499 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
3.499 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Í kæfandi hita síðla sumars kemur til átaka milli lögreglunnar og ungra innflytjenda í Árósum. Í sama mund finnst lík af nakinni konu á  bak við gám á hafnarsvæðinu í borginni. Í ljós kemur að konan hafði dáið úr blóðmissi í kjölfar keisaraskurðar. Blaðakonan Dicte kemst á snoðir um mikilvægar vísbendingar og sogast inn í rannsókn málsins með lögreglumanninum Wagner. Þegar rannsóknin tekur að beinast að innflytjendahverfinu Gjellerup magnast spennan í átökum lögreglunnar og innflytjenda.

Danska spennusagnadrottningin Elsebeth Egholm er einn ástsælasti skáldsagnahöfundur Danmerkur. Vinsælir sjónvarpsþættir hafa verið gerðir eftir bókum hennar um Dicte og hafa þeir verið sýndir á RÚV. Sjálfsskaði er þriðja sagan í bókaflokknum um Dicte.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir þýddi.

„Enn á ný hefur Elsebeth Egholm skrifað æsispennandi Dicte-bók sem heldur lesandanum í heljargreipum.“ – Jyllands-Posten

„Frábærlega spennandi.“ – Weekendavisen

„Einn allra besti glæpasagnahöfundur á jarðríki.“ – Daily Mail

Kilja – 365 bls.

Útgáfuár: 2021