Rauð rúlletta <br><small><i> Desmond Shum</i></small></p>

Rauð rúlletta
Desmond Shum

4.299 kr
4.299 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

FRÁSÖGN INNANBÚÐARMANNS AF AUÐÆFUM, VÖLDUM, SPILLINGU OG HEFND Í KÍNA OKKAR DAGA

Desmond Shum ólst upp í fátækt í Kína. Hann hét sjálfum sér því að brjótast til mennta og auðlegðar. Með mikilli vinnu og þrautsegju tókst honum að ljúka háskólaprófum í Bandaríkjunum. Hann sneri síðan heimleiðis, staðráðinn í að láta að sér kveða í ört vaxandi viðskiptalífi. Þar kynntist hann tilvonandi eiginkonu sinni, hinni gáfuðu og metnaðarfullu Whitney Duan sem var ákveðin í að hasla sér völl í karlasamfélaginu í Kína.

Þau voru sannkallað draumteymi og létu fljótt að sér kveða. Með því að mynda tengsl við æðstu meðlimi Kommúnistaflokksins, hina svokölluðu Rauðu aðalsstétt, komust þau brátt í hóp kínverskra milljarðarmæringa. Þau reistu meðal annars eitt fínasta hótelið í Bejing, gríðarstóra flugfraktaðstöðu á alþjóðaflugvellinum og fjármögnuðu ýmsar risaframkvæmdir. 

Desmond og Whitney voru áberandi, ferðuðust i einkaþotum og keyptu dýr hýbýli, farartæki og listaverk. En árið 2017 urðu straumhvörf í lífi þeirra. Desmond var þá erlendis með ungum syni þeirra þegar hann frétti að Whitney væri horfin ásamt þremur vinnufélögum.

Í þessari einstöku og upplýsandi bók sviptir höfundur hulunni af ráðandi elítu í Kína og afhjúpar hvað raunverulega gerist á bak við luktar dyr i fjármálaheiminum í þessu fjölmennasta ríki heims þar sem leynd og ógn hefur löngum verið ráðandi.

Jón Þ. Þór þýddi.

„Bókin sem yfirvöld í Kína vilja alls ekki að þú lesir.“ – CNN

„Ein af örfáum innanbúðarlýsingum á því hvernig kaupin gerast á eyrinni hjá valdastéttinni í Kína ... Mjög vel skrifuð bók ... Og það væri hægt að gera úr henni frábæra kvikmynd um auðæfi, völd og kúgun í Kína. Það er mikil hneisa að einmitt vegna þessa valds og kúgunar mun enginn í Hollywood hafa kjark til búa til slíka bíómynd.“ – Foreign Policy

„Sjaldséð innsýn í munaðar- og óhófslíf yfirstéttarinnar í Kína.“ – Washington Post

Rauð rúlletta sviptir tjaldinu frá skuggalegum og auðvirðilegum heimi yfirstétta kommúnismans: hvernig þær starfa, hvað drífur þær áfram og hvað felst í því að rísa til áhrifa og falla úr náð undir þeirra stjórn.“ – Daily Telegraph

Kilja – 360 bls. og 8 litmyndasíður

Útgáfuár: 2022