Rammvillt í reikningskúnstum <br><small><i> Sabine Hossenfelder</i></small></p>

Rammvillt í reikningskúnstum
Sabine Hossenfelder

4.299 kr
4.299 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

HVERNIG FEGURÐ VILLIR UM FYRIR EÐLISFRÆÐI

Eru vísindin á villigötum? Hafa vísindamenn horfið frá hinni vísindalegu aðferð? Hafa þeir villst af leið fyrir fegurðar sakir? Sent frá sér rit­gerðir sem bæta litlu við núverandi þekkingu?

Þýski eðlisfræðingurinn Sabine Hossenfelder tekst á við slíkar grundvallarspurningar í þessari um­töluðu og umdeildu bók. Hún er einn vinsælasti vísindamiðlari heims og hafa myndskeið hennar á  netinu verið skoðuð í tugi milljóna skipta.

Í leit að svörum ræðir Hossenfelder við þekkta vísindamenn og Nóbels­verðlaunahafa í eldlínu fræðanna. Hossenfelder spyr meðal ann­ars hvers vegna dýrustu vísindatilraunir sögunnar hafa skilað jafn litlum árangri og raun ber vitni. Mikið er undir, þar með talin tilgátan um safn óendanlega margra alheima sem saman eiga að mynda fjölheim.

Í þessari gagnmerku bók fá lesendur einstaka innsýn í deilur um undirstöður hinnar vísindalegu heimsmyndar samtímans. Mikið umbrotaskeið kann að vera fram undan.

Gunnlaugur Björnsson og Baldur Arnarson þýddu bókina. Hinn heimsþekkti vísindamaður Lawrence Krauss skrifar sérstakan inngang fyrir íslensku útgáfuna.

„Þegar mikilvæg tilraunaráðgáta í eðlisfræði er leyst með kenni legu inn­sæi staðnæmist enginn og spyr hvort hugmyndin sé nógu fögur til að vera sönn heldur hvort hún sé nógu sönn til að vera fögur.“ – Lawrence Krauss

„Rammvillt í reikningskúnstum er ... uppfull af beinskeyttu og nöpru háði og spyr djarfra spurninga.“ – NATURE

„Óhamin, djúp og umhugsunarverð skrif sem ættu að koma öllu skynsömu fólki í þessum geira, sem á annað borð er fært um sjálfsskoðun, til að efast.“ – FORBES

Kilja – 304 pages.

Útgáfuár: 2023