Fjármálasaga veraldarinnar.
Peningarnir sigra heiminn þykir afburða góð lýsing á mætti peninganna í sögu mannsins frá upphafi vega.
Í bókinni er m.a. lýst því hvernig fjármál koma við sögu í helstu atburðum mannkynssögunnar.
Ferguson skýrir t.d. hvernig franska byltingin á upptök sín í hlutabréfabólu, hvernig fjármálamistök breyttu Argentínu úr sjötta ríkasta landi heims í verðbólguviðundur og hvernig fjármálabylting hefur umbylt fjölmennasta ríki heims á fáum árum úr þriðja heims ríki í stórveldi.
Ekki síst þykir bókin geyma glögga lýsingu á fjármálakreppunni sem skall á árið 2008.
Höfundurinn er prófessor í sagnfræði við Harvard-háskóla.
Elín Guðmundsdóttir þýddi.
Innbundin – 362 bls.
Útgáfuár: 2009