Pantaljón og sérþjónustan <br><small><i>Mario Vargas-Llosa</i></small></p>

Pantaljón og sérþjónustan
Mario Vargas-Llosa

Translation missing: is.products.product.regular_price
1.999 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
1.999 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Pantaljón höfuðsmaður fær úthlutað sérstöku leyniverkefni á vegum hersins í frumskógum Perú. Hann er að eðlisfari siðavandur og bregður því illilega þegar í ljós kemur að verkefnið felst í því að skipuleggja „sérþjónustu“ kvenna til að svala ástarþörfum hermannanna í afskekktum herfylkjum. En Pantaljón gengur til þessa verks af sömu einurð og hann er vanur. Með hárnákvæmri formfestu og skipulagshæfni kemur hann „sérþjónustunni“ á koppinn. Pantaljón og yfirmenn hans reyna eftir bestu getu láta þessa starfsemi ekki fara hátt. En brátt fer að kvisast hvaða verkefni hinir föngulegu liðsmenn „sérþjónustunnar“ hafa með höndum.

Dásamlegur farsi eftir einn af meisturum spænskra bókmennta, Perúmanninn Mario Vargas Llosa, handhafa bókmenntaverðlauna Nóbels árið 2010.

Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýddi.

Kilja - 237 bls.

Útgáfuár: 2010