Óhreinu börnin hennar Evu <br><small><i> Erla Dóris Halldórsdóttir </i></small></p>

Óhreinu börnin hennar Evu
Erla Dóris Halldórsdóttir

Translation missing: is.products.product.regular_price
6.999 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
6.999 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Vandfundinn er hryllilegri sjúkdómur en holdsveiki sem var landlægur sjúkdómur víða um heim fyrr á tíð. Holdsveiki afskræmir fórnarlömb sín og hefur öldum saman vakið ótta meðal fólks.

Saga holdsveikinnar á Íslandi er samofin sögu hennar í Noregi. Sjúkdómurinn barst  til Íslands frá Noregi í byrjun fimmtándu aldar og í báðum löndum var hann upprættur nær sex öldum síðar. Síðasti holdsveikisjúklingurinn á Íslandi lést árið 1980 en í Noregi árið 2002.

Í báðum löndum var barist gegn sjúkdómnum með strangri einangrun þar sem holdsveikisjúklingar voru fjarlægðir af heimilum sínum og þeim gert að búa á sérstökum einangrunarsjúkrahúsum.

Í þessari bók er baráttan gegn þessum ógnvekjandi sjúkdómi rakin, fjallað ítarlega um læknismeðferð og holdsveikispítalana sem settir voru á fót og lýst aðbúnaði sjúklinganna og hlutskipti þeirra.

Stórfróðlegt heimildarit eftir dr. Erlu Dóris Halldórsdóttur.

Innbundin – 416 bls.

Útgáfuár: 2020