
Í þessari bók eru birtar tvær sígildar sögur eftir Goethe sem notið hafa mikillar hylli meðal bókmenntaunnenda allt frá því þær komu fyrst fyrir almenningssjónir fyrir tveimur öldum.
Þetta eru sögurnar Nóvella, um söngelska drenginn með flautuna og ljónið og tigrísdýrið sem sleppa úr búrum sínum hjá mannfólkinu, og Ævintýrið, um grænu slönguna og fögru liljuna þar sem vafurlogar og konungar koma við sögu.
Tvær töfrandi frásagnir, samdar af mikilli list.
Jón Bjarni Atlason annaðist útgáfuna, íslenskaði Nóvellu og ritaði eftirmála.
Kristján Árnason og Þórarinn Kristjánsson íslenskuðu Ævintýrið.
Þýski menningarjöfurinn Johann Wolfgang Goethe (1749–1832) var skáld, leikskáld, skáldsagnahöfundur, náttúruvísindamaður, leikhússtjóri, stjórnmálamaður, gagnrýnandi og listamaður. Meðal frægustu verka hans er leikritið Fást (Faust) og skáldsögurnar Raunir Werthers unga (Die Leiden des jungen Werthers) og Wilhelm Meisters Lehrjahre.
Kilja – 136 bls.
Útgáfuár: 2025