Náttbirta<br><small><i>Ann Cleeves</i></small></p>

Náttbirta
Ann Cleeves

Translation missing: is.products.product.regular_price
Uppseld
Translation missing: is.products.product.sale_price
3.999 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Sumar á Hjaltlandi, tími náttbirtunnar — þegar fuglar syngja um miðnætti og sólin sest aldrei.

Við opnun listsýningar í bænum Biddista á norðurhluta Hjaltlands veldur aðkomumaður uppnámi þegar hann brestur í grát og segist ekki vita hver hann er eða hvaðan hann komi. Daginn eftir finnst maðurinn dáinn, hangandi í snöru í bátaskýli með trúðsgrímu á andlitinu.

Lögregluforinginn Jimmy Perez er sannfærður um að maðurinn hafi verið myrtur og að morðið tengist einhverjum í Biddista. Hann styrkist í þeirri trú þegar annað morð er framið á sömu slóðum. En samband Jimmys við lögreglukonuna Fran Hunter ruglar hann í ríminu. Og þetta er viðsjárverður tími ársins — þar sem náttbirtan ríkir og ekkert er alveg eins og það sýnist.

Snjólaug Bragadóttir þýddi.

„Einstaklega velheppnuð ráðgáta“ – Peter Robinson, höfundur bókanna um Banks lögregluforingja.

„Í sönnum Agöthu Christie-anda tekst Cleeves rétt eina ferðina að afvegaleiða okkur með lævíslegum og sannfærandi hætti.“ – Colin Dexter, höfundur bókanna um Morse lögregluforingja í Oxford.

„Sannkallaður unaðslestur — athyglisverðar sögupersónur, frábærar staðháttalýsingar, heillandi ráðgáta.“ – Reginald Hill, höfundur bókanna um lögregluforingjana Pascoe og Dalziel.

Kilja – 372 bls.

Útgáfuár: 2018