Mrs. Dalloway<br><small><i>Virginia Woolf</i></small></p>

Mrs. Dalloway
Virginia Woolf

3.499 kr
3.499 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Mrs. Dallowayer ein af þekktustu skáldsögum ensku skáldkonunnar Virginiu Woolf. Sagan kom fyrst út árið 1925 og markaði tímamót í nútíma skáldsagnagerð. Woolf tekur meðal annars til umfjöllunar femínisma, geðraskanir og kynhneigð, auk sviptinga í pólitísku landslagi á tíma sögunnar.

Í bókinni segir frá lífi ensku yfirstéttarkonunnar Clarissu Dalloway á árunum eftir fyrri heimsstyrjöld. Innri tími sögunnar er einn dagur í lífi Clarissu, þar sem hún undirbýr veislu sem á að halda um kvöldið. Frásögnin flakkar fram og aftur í tíma. Hugur Clarissu hvarflar meðal annars til æskuáranna og hún veltir fyrir sér hvort hún hafi valið rétt þegar hún giftist hinum staðfasta Richard Dalloway.

Atli Magnússon þýddi.

Enski skáldsagnahöfundurinn Virginia Woolf (1882–1941) er einn af risum nútíma bókmennta. Meðal helstu verka hennar eru Mrs. Dalloway, Út í vitann, Orlandoog Sérherbergi.

 

Innb. – 317 bls.

Útgáfuár: 2017