Mótíf X<br><small><i>Stefan Ahnhem</i></small></p>

Mótíf X
Stefan Ahnhem

Translation missing: is.products.product.regular_price
3.499 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
3.499 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Fabian Risk hafði hugsað sér að verja tíma með fjölskyldunni. Dóttir hans liggur á sjúkrahúsi í dái og sjálfur er hann að jafna sig af skotsárum. En lögreglan í Helsingborg stendur ráðþrota frammi fyrir röð manndrápa. Ungur drengur finnst látinn í þvottavél. Þegar fleiri morð fylgja í kjölfarið bendir ýmislegt til þess að við slóttugan raðmorðingja sé að etja. Þá er Fabian kallaður til. Örvæntingarfull leit lögreglunnar að morðingjanum reynir á þandar taugar Fabians og félaga í rannsóknarteyminu. En er hugsanlegt að einn í þeirra hópi sé raðmorðingi?

Bækur sænska verðlaunahöfundarins Stefan Ahnhem um Fabian Risk þykja með allra bestu glæpasögum síðari ára. Þær hafa selst í milljónum eintaka og verið þýddar á yfir þrjátíu tungumál. Mótíf X er fjórða bókin í flokknum um Fabian Risk.

Elín Guðmundsdóttir þýddi.

„Þessi frábæra glæpasaga kallar á lesendur. Ahnhem býr yfir dásamlegum hæfileika að halda spennunni lifandi.“ – Kristiansbladet

„Söguþráðurinn kemur lesandanum sífellt á óvart.“ – Extra Bladet

„Minnir á Mankell þegar hann var upp á sitt besta.“ – Sunday Times

„Loksins sannur arftaki Stiegs Larssons.“ – NDR Radio, Þýskalandi

Kilja – 459 bls.

Útgáfuár: 2019