Roger Ackroyd vissi of mikið. Hann vissi að konan sem hann elskaði hafði eitrað fyrir fyrsta eiginmanni sínum. Hann vissi líka að hún sætti fjárkúgun. En hann átti ekki von á því að hún myndi stytta sér aldur. Hver kúgaði af henni fé? Var fjárkúgunin ástæðan fyrir sjálfsvíginu?
Áður en Roger tekst að leysa þá gátu finnst hann myrtur á heimili sínu. Íbúar í hinu friðsæla enska sveitaþorpi King’s Abbot eru sem þrumu lostnir. Ýmsar sögur fara á kreik. Sem betur fer er Hercule Poirot á næstu grösum …
Morðið á Roger Ackroyd er jafnan talið fremsta meistaraverk drottningar sakamálasagnanna.
Þórdís Bachmann bjó til prentunar.
Kilja – 224 bls.
Útgáfuár: 2019