Snemma morguns í maímánuði finnst nakið lík af ungum manni sem hefur verið myrtur. Sama dag hverfur sextán ára stúlka. Hún virðist hafa verið numin á brott. Ýmislegt bendir til þess að málin tvö séu tengd. Smám saman verður lögregluforingjanum Malin Fors ljóst að sökudólgurinn er í sérkennilegum leik við lögregluna. En erfitt er að henda reiður á hvað vakir fyrir honum eða henni. Malin Fors og félagar eru í kapphlaupi við tímann. Hugsanlegt er að unga stúlkan sé enn á lífi.
Mons Kallentoft er einn af þekktustu rithöfundum Svíþjóðar. Ritröð hans um Malin Fors, lögregluforingja í Linköping, hefur notið mikilla vinsælda víða um lönd. Moldrok er áttunda bókin um Malin Fors en hinar sjö — Sumardauðinn, Haustfórn, Vetrarblóð, Vorlík, Fimmta árstíðin, Englar vatnsins og Sálir vindsins — hafa selst í milljónum eintaka og verið þýddar á nær 30 tungumál.
Jón Þ. Þór þýddi.
„Gríðarlega spennandi.“ – Corren
„Mons Kallentoft er mest spennandi sænski glæpasagnahöfundurinn um þessar mundir.“ – Östran
„Kallentoft skrifar svo vel að margir af kollegum hans líta út eins og viðvaningar.“ – Aftonbladet
„Eins og alltaf eru bækur Kallentofts bæði leyndardómsfullar og spennandi. Upplögð bók til að skríða með upp í sófann.“ – Tranås-Posten
Kilja – 352 bls.
Útgáfuár: 2019