Rúmlegur sjötugur bókmenntagagnrýnandi, August Brill, dvelur í húsi dóttur sinnar í Vermont að jafna sig eftir bílslys. Þar sem hann liggur andvaka í rúmi sínu tekur hann að segja sjálfum sér sögu. En hann reynir jafnframt að ýta frá sér hugsunum um það sem hann vill ekki horfast í augu við – andlát eiginkonu sinnar og hrottafengið morð á kærasta barnabarns síns.
Brill býr til í huga sér heim samhliða raunveruleikanum. Í þessum hugarheimi heyja Bandaríkjamenn ekki stríð í Írak heldur innbyrðis, Tvíburaturnarnir standa enn en kosningarnar árið 2000 hafa leitt til upplausnar, hvert ríkið af öðru segir sig úr ríkjabandalaginu og blóðug borgarastyrjöld brýst út.
Þegar líður á nóttina æsast leikar í hugarheimi Augusts Brill, auk þess sem hugsanirnar um það, sem hann hefur forðast að horfast í augu við, brjótast upp á yfirborðið.
„Gengur frábærlega vel upp ... þetta er hugsanlega besta bók Austers. Rétt eins og stríðsádeila Vonneguts, Sláturhús fimm, skilur bók Austers mann eftir með tilfinningu sem ristir mun dýpra en búast hefði mátt við af jafn stuttu og samþjöppuðu verki.“ – San Fransisco Chronicle
„Maður í myrkri er óneitanlega ánægjuleg lesning. Auster býr yfir töframætti.“ – Michael Dirda, The New York Review of Books
„Skáldsaga sem hélt athygli minni frá fyrstu síðu fram á þá síðustu. Ég var satt að segja dáleiddur.“ – NPR‘s All Things Considered
Kjartan Már Ómarsson þýddi.
Kilja – 190 bls.
Útgáfuár: 2011