Litla kaffihúsið í Kaupmannahöfn <br><small><i>Julie Caplin</i></small></p>

Litla kaffihúsið í Kaupmannahöfn
Julie Caplin

4.299 kr
4.299 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Tilnefnd sem besta ljúflestrarbókin í Bretlandi – Romance of the Year Awards 2019

Velkomin í Litla kaffihúsið í Kaupmannahöfn þar sem kanililmur fyllir loftið, heita kakóið er silkimjúkt – og rómantíkin er handan við hornið ...

Kate Sinclair finnst líf hennar í London vera fullkomið. Hún á hrífandi kærasta og nýtur velgegngi í starfi. En þá svíkur kærastinn hana og hreppir sjálfur stöðuhækkunina sem hún hafði sóst eftir. Niðurbrotin fer hún að efast um sjálfa sig og allt – og verður einfaldlega að komast burt.

Við kertaljós, notalegar kvöldstundir og rómantískar gönguferðir um fagrar steinlagðar götur Kaupmannahafnar uppgötvar Kate hvernig á að njóta lífsins á danska vísu.

Munu leyndardómar hygge-stemningarinnar leiða til eilífrar hamingju?

Kristín V. Gísladóttir þýddi.

„Frábær, innileg og fyndin bók sem ekki er hægt að leggja frá sér.“ – The Writing Garnet

„Það snýst allt um tilfinningar ... ég elska þessa bók.“ – The Cosiest Corner

„Einlæg, fyndin og dásamlega hlýleg.“ – Frankly, My Dear ...

„Ég er nú þegar búin að lesa hana tvisvar. Það sýnir best hve mjög ég naut lestrarins.“ – Life Appears

Kilja – 435 bls.

Útgáfuár: 2023