
Drottning sakamálasagnanna
Ung kona í samkvæmiskjól finnst látin í bókastofunni á Gossington-setri snemma morguns. Heimilisfólk veit ekki hver hún er né hvaðan hún kom. Eigendur Gossington-setursins bjóða fröken Marple að koma til sín og leysa ráðgátuna. En þá fara sögusagnirnar af stað ...
Líkið í bókastofunnier önnur skáldsagan sem Agatha Christie skrifaði um piparmeyjuna snjöllu, fröken Marple.
Agatha Christie (1890–1976) er vinsælasti skáldsagnahöfundur allra tíma. Aðeins Biblían og verk Shakespeares hafa selst í fleiri eintökum á heimsvísu en bækur Agöthu Christie. Meira en milljarður eintaka hefur selst af bókum hennar á ensku og annar milljarður til í þýðingum á um eitt hundrað tungumál.
Ragnar Jónasson þýddi bókina.
„Agatha Christie er ódauðleg.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni
„Ein af hennar allra snjöllustu morðsögum.“ – Birmingham Post
Kilja – 175 bls.
Útgáfuár: 2016