Ævisaga Keiths Richards, gítarleikara og aðallagahöfund frægustu rokkhljómsveitar heims, The Rolling Stones.
Bókin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda víða um heim og er almennt talin besta rokkævisaga sem gefin hefur verið út. Nýverið hlaut bókin hin virtu Norman Mailer-verðlaun í Bandaríkjunum sem ævisaga ársins.
Með afvopnandi hreinskilni og rödd sem er einstæð og einlæglega hans sjálfs færir Keith Richards okkur í hnotskurn ævisögu okkar tíma – frjálsa, óttalausa og sanna.
„Að lesa Líf er eins og að fá að vera í horninu hjá Keith Richards, spyrja hann um allt sem mann hefur langað til að vita um Rolling Stones og upplifa það að fá fullkomlega heiðarleg svör.“ ― Liz Phair, New York Times Book Review
„Algjör sprengja ... Dáleiðandi ... Líf fangar hinn sanna anda rokksins.“ ― Charles Spencer, Sunday Telegraph
Elín Guðmundsdóttir þýddi.
Kilja – 520 bls.
Útgáfuár: 2011