Hver veit hvað gerist bak við luktar dyr – líka á heimilum þar sem allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu?
Kvöld eitt kemur Anna-Karin Ehn ekki heim úr vinnunni. Daginn eftir finnst bíll hennar yfirgefinn við vegkant rétt fyrir utan bæinn Hagfors. Ummerki í bílnum gefa til kynna að hún hafi orðið fórnarlamb glæps.
Blaðakonan Magdalena Hansson fer strax á stúfana ásamt lögreglumönnunum Petru Wilander og Christer Berglund. Við rannsókn málsins kemur ýmislegt upp á yfirborðið sem legið hefur í þagnargildi. Tengist það hvarfi konunnar?
Ninni Schulman starfaði við blaðamennsku áður en hún sló í gegn sem glæpasagnahöfundur í heimalandi sínu, Svíþjóð. Leyndarmálið okkar er þriðja bókin sem kemur út eftir hana á íslensku. Hinar eru Stúlkan með snjóinn í hárinu og Bara þú sem fengu frábærar viðtökur íslenskra lesenda.
Sigurður Þór Salvarsson þýddi.
„Einn fremst glæpasagnahöfundur Svíþjóðar og skarpur samfélagsrýnir." – Kristianstadsbladet
„Ninni Schulman er fimur og fær sögumaður en spennan er auðvitað alltaf í fyrirúmi.“ – Dagens Nyheter
„Mjög spennandi og góð glæpasaga.“ – Östgöta Correspondenten
„Spennandi, vel skrifuð ... mjög, mjög góð bók. Ef þú hefur ekki lesið hana, gerðu það strax! Þú munt ekki sjá eftir því.“ – Värmlands Folkblad
Kilja – 406 bls.
Útgáfuár: 2021