Hin nýja drottning sakamálasagnanna
Lögregluforinginn Jimmy Perez á Hjaltlandseyjum hefur lítið sinnt vinnunni eftir andlát unnustu sinnar. En þegar blaðamaður finnst myrtur í bát í höfninni vill hann ólmur taka þátt í rannsókninni. Blaðamaðurinn var frá eyjunum en hafði haslað sér völl í Lundúnum. Hann var illa þokkaður af mörgun vegna fortíðar sinnar og fólk undraðist að hann skyldi snúa aftur. Í ljós kemur að hann var að rannsaka mál tengt olíu- og gasfyrirtækjum í Norðursjó. Var það hugsanlega ástæðan fyrir því að hann var myrtur?
Ann Cleeves er einn virtasti glæpasagnahöfundur heims. Bækur hennar um lögregluforingjann Jimmy Perez, sem gerast á Hjaltlandseyjum (Shetland), hafa slegið í gegn. Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur gert vandaða sjónvarpsþætti eftir sögunum sem njóta mikilla vinsælda víða um heim.
Snjólaug Bragadóttir þýddi.
„Þessi bók heltekur mann ... Cleeves sér til þess að lesandinn er engu nær um lausnina fyrr en í blálokin.“ – Publishers Weekly
„Mögnuð spenna frá upphafi til enda.“ Booklist
Kilja – 338 bls.
Útgáfuár: 2021