„Ég ræði hér um djúpstæða umbreytingu á mannlegri vitund, ekki sem fjarlægan möguleika í framtíðinni, heldur aðgengilega hér og nú, óháð því hver þú ert eða hvar þú ert.“ – Eckhart Tolle.
Þessi litla bók býður upp á dásamlegt tækifæri til að ígrunda sumar af djúpvitrustu setningunum í hinni einstöku bók Eckharts Tolle, Kraftinum í Núinu, og skrifa við þær þínar eigin hugleiðingar og vangaveltur.
„Vertu gullgerðarmaður. Umbreyttu algengum málmi í gull, þjáningum í vitund, hörmungum í uppljómun.“ – Eckhart Tolle.
Helgi Ingólfsson íslenskaði.
„Tolle skilar árangri á tveimur sviðum: Að bræða saman kenningar meistara á borð við Jesúm og Búdda í aðgengilegan vegvísi til að öðlast andlegan þroska og að færa fram sterk rök fyrir því að vangeta mannfólksins við að losa sig undan yfirráðum hugans og að lifa í nútíðinni valda eymd heimsins ... Hjá honum er uppljómunin ekki bara innan seilingar, heldur líka nauðsynleg, jafnt friði einstaklingsins sem velferð plánetunnar.“ – Foreword Reviews
„Tolle leiðbeinir okkur og leiðir með hnitmiðuðum og knýjandi skýrleika að því besta og háleitasta sem býr innra með okkur og fær það til að enduróma og endurspegla þá orku sem felst í sannri umbreytingu.“ – Spirit of Change
Kilja – 96 bls.
Útgáfuár: 2025