LEIÐARVÍSIR TIL ANDLEGRAR UPPLJÓMUNAR
Engin bók af andlegum toga hefur vakið jafn mikla athygli á undanförnum árum og KRAFTURINN Í NÚINU. Höfundurinn glímdi lengi við kvíða og þunglyndi þar til dag einn að hann varð fyrir djúpstæðri reynslu sem færði honum frið og ævarandi sálarró. Síðan hefur hann reynt að miðla þessari reynslu til fólks og er óhætt að segja að hann sé nú einn eftirsóttasti andlegi fræðari heims.
Helgi Ingólfsson íslenskaði.
Metsölubækur Eckharts Tolle, Krafturinn í núinu og Ný jörð, eru almennt álitnar tvær áhrifamestu bækur um andleg málefni á okkar tímum.
„Þessi bók getur umbreytt hugsanagangi þínum … Afleiðingin? Meiri gleði, núna strax!“ – O: The Oprah Magazine
„Ein besta bók síðari ára. Sannindi og kraftur enduróma úr hverri setningu.“– Deepak Chopra
„Ég mæli heilshugar með þessari djúpvitru bók fyrir allar leitandi sálir.“ – Lama Surya Das, höfundur Að vekja upp Búdda hið innra.
„Tolle skilar árangri á tveimur sviðum: Að bræða saman kenningar meistara á borð við Jesúm og Búdda í aðgengilegan vegvísi til að öðlast andlegan þroska og að færa fram sterk rök fyrir því að vangeta mannfólksins við að losa sig undan yfirráðum hugans og að lifa í nútíðinni valda eymd heimsins ... Hjá honum er uppljómunin ekki bara innan seilingar, heldur líka nauðsynleg, jafnt friði einstaklingsins sem velferð plánetunnar.“ – Foreword Reviews
„Tolle leiðbeinir okkur og leiðir með hnitmiðuðum og knýjandi skýrleika að því besta og háleitasta sem býr innra með okkur og fær það til að enduróma og endurspegla þá orku sem felst í sannri umbreytingu.“ – Spirit of Change
Kilja – 286 bls.
Útgáfuár: 2023