
Sex sögusvið sem skarast á sex tímaskeiðum með sex ólíkum stílbrigðum.
Þessi magnaða skáldsaga rekur sig inn í komandi aldir og aftur til baka. Á því ferðalagi tengjast sögupersónur ólíkra tíma, örlög þeirra fléttast saman, stórar siðferðilegar spurningar kvikna og við blasir næsta ógnvekjandi framtíðarsýn. Kortabók skýjanna er rómuð fyrir stílsnilld höfundar, hugmyndaríkan söguþráð, óvægna þjóðfélagsgagnrýni og hugvitssamlegan en jafnframt hjartnæman frásagnarmáta.
Helgi Ingólfsson íslenskaði.
„Stórfenglegt verk og vandað . . . [Höfundurinn] skapar heim og tungumál sem eru bæði framandi og óvenjuleg en jafnframt sláandi kunnugleg og venjuleg.“ — Los Angeles Times
„Mitchell er bersýnilega snillingur. Hann skrifar eins og hann sé við stjórnvölinn á eilífri draumavél, getur augljóslega gert hvað sem er, og metnaður hans birtist í glóandi kviku á hverri síðu þessarar skáldsögu.“ — The New York Times Book Review
„Besta skáldsaga aldarinnar.“ – Kirkus Reviews
Breski skáldsagnahöfundurinn David Mitchell (f. 1969) er margverðlaunaður fyrir bækur sínar. Frægust þeirra er Kortabók skýjanna (Cloud Atlas) en meðal annarra skáldsagna hans má nefna The Bone Clocks, Black Swan Green, The Thousand Autumns of Jacob de Zoet og Ghostwritten. Kortabók skýjanna er fyrsta bók hans sem kemur út á íslensku.
Helgi Ingólfsson (f. 1957), rithöfundur og þýðandi, var lengi sögukennari í Menntaskólanum í Reykjavík. Hann hefur sent frá sér fjölda bóka – skáldsögur, ljóðabækur, smásögur, þýðingar og kennslubækur auk þess að ritstýra allmörgum verkum. Meðal skáldsagna hans má nefna verðlaunaverkin Letrað í vindinn og Þegar kóngur kom ásamt Andsælis á auðnuhjólinu sem var kvikmynduð undir heitinu Jóhannes.
Kilja – 669 bls.
Útgáfuár: 2025