Saga um reimleika á jólunum.
Jólaævintýri Dickens er hin sígilda jólasaga. Þar segir frá nirflinum Scrooge, ríkum einstæðingi, sem þolir ekki jólin. En á jólanótt verður hann fyrir furðulegri reynslu sem fær hann til að sjá jólahátíðina í öðru ljósi. Hann lærir að meta anda jólanna og finnur jólagleðina í hjarta sínu.
Charles Dickens er einn af risum heimsbókmenntanna. Jólaævintýri (A Christmas Carol) er ein vinsælasta saga hans.
Í bókinni eru teikningar og litmyndir eftir John Leech og C. E. Brock, sem birtust í fyrstu útgáfu sögunnar.
Karl Ísfeld íslenskaði.
Innbundin – 143 bls.
Útgáfuár: 2009