Shaun Bythell, fornbóksalinn í Wigtown í Skotlandi, sló í gegn með bók sinni Dagbók bóksala sem nú hefur verið þýdd á yfir tutugu tungumál. Í þessari bók heldur hann áfram þar sem frá var horfið í Dagbókinni — og bregður upp lifandi og bráðskemmtilegum myndum af sérvitringunum og furðufuglunum sem eru daglegir gestir í bókabúðinni og skrýtna fólkinu sem vinnur þar.
Hlý, hispurslaus, kaldhæðin og sprenghlægileg frásögn af hinu raunverulega lífi bókabéusanna.
Snjólaug Bragadóttir þýddi.
„Snilldarleg,“ – Guardian
„Með allra skemmtilegustu minningum bóksala sem ég hef lesið.“ – New York Times
„Þessi seinni minningabók bóksalans í Wigtown er alveg jafn hrífandi og sú fyrri [Dagbók bóksala].“ – Alan Bennett, London Review of Books
Kilja – 400 bls.
Útgáfuár: 2022