
Fáir hafa fjallað af meiri þekkingu um stefnu Íslands í utanríkis- og öryggismálum en Björn Bjarnason. Hann hefur skrifað um þau efni með reglubundnum hætti í meira en aldarfjórðung – jafnt sem blaðamaður, embættismaður og stjórnmálamaður.
Í þessari bók er að finna úrval blaðagreina hans um utanríkis- og alþjóðamál. Björn kemur svo víða við í þessum skrifum að kalla má að bókin sé eins konar víðsjá kaldastríðsáranna á Íslandi í ljósi þróunar á alþjóðavettvangi.
Mjög fróðlegt og einstaklega læsilegt rit um höfuðdrættina í íslenskri utanríkis- og öryggisstefnu.
Kilja – 352 bls.
Útgáfuár: 2001