
Ég get ekki stillt mig um að líta angistarfull við og sé að eitthvað eltir bátinn. Bleik hreyfing í sjónum, kaldur straumur undir yfirborðinu sem hreyfist miklu hraðar en ég.
Hann ætlar ekki að leyfa mér að sleppa.
Hyldýpið er fyrsta bókin í mögnuðum þríleik sem mæðgurnar Camilla og Viveca Sten hafa skrifað um Hafsfólkið. Bækurnar slógu í gegn í Svíþjóð og hafa fengið mjög lofsamlega dóma gagnrýnenda.
„Hyldýpið er ein mest spennandi ungmennabók ársins.“ – Dagens Nyheter
„Mjög áhugaverð bók. Aðalpersónan Tuva er sterk og hugrökk stelpa sem maður vill lesa um.“ – Arbetarbladet
„Einstaklega frábær!“ – Tidningen Kulturkvinden
Innbundin – 362 bls.
Útgáfuár: 2018