
Á fallegum sumardegi finnst lík af nakinni konu í sorpgeymslu við safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Reykjavík. Henni hafði verið misþyrmt með hrottafengnum hætti. Brátt vakna grunsemdir um að fleiri konur kunni að vera í hættu.
Jónas og félagar hans hjá sérdeild rannsóknarlögreglunnar vinna í kapp við tímann að leysa máið. En það tengir anga sína í óvæntar áttir. Úr verður æsispennandi atburðarás.
HJÁLP er sjöunda spennusaga höfundar og gefur hinum bókum hans ekkert eftir.
Sr. Fritz Már Jörgensson er prestur í Þjóðkirkjunni. Fyrri bækur hans eru: 3 dagar í október, Grunnar grafir, Kalt Vor, Síbería, Líkið í kirkjugarðinum og Drottningin. Síbería var þýdd á þýsku og gefin út í Þýskalandi, Austurríki og Sviss.
Kilja – 256 bls.
Útgáfuár: 2021