Hinumegin við fallegt að eilífu <br><small><i>Katherine Boo</i></small></p>

Hinumegin við fallegt að eilífu
Katherine Boo

Translation missing: is.products.product.regular_price
1.999 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
1.999 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Líf, dauði og von í fátækrahverfi í Mumbai 

Við flugvöllinn í Mumbai á Indlandi reis nýtt fátækrahverfi á undraskömmum tíma á miklum uppgangsárum undir lok 20. aldar. Milli lúxushótelanna við flugvöllinn og fátækrahverfisins er stór steinveggur, þakinn auglýsingum um gólfflísar með yfirskriftinni: „Fallegt að eilífu.“ Hinumegin við „fallegt að eilífu“ er sem sagt nýja kofahverfið þar sem örsnauðir farandverkamenn komu sér fyrir og hafa helst að lifibrauði að gera sér mat úr rusli á sorphaugum. Þarna er fjölskrúðugt mannlíf sem að mestu er hulið þeim sem betur mega sín, ekki síst Vesturlandabúum.

Katherine Boo bregður upp ljóslifandi mynd af mannlegum örlögum í utangarðssamfélagi í fjölmennasta lýðræðisriki heims.

Hrífandi verðlaunabók sem lætur engan ósnortinn.

Hinumegin við fallegt að eilífu er fyrsta bók Pulitzer-verðlaunahafans Katherine Boo. Hún var áður blaðamaður og ritstjóri á stórblaðinu Washington Post, en hefur á undanförnum árum búið jöfnum höndum á Indlandi og í Bandaríkjunum.

Elín Guðmundsdóttir þýddi.

„Bók sem allir ættu að lesa.“ Salman Rushdie 

„Lýsing á örvæntingu og vonum fólks í indverskri stórborg sem er jafn ljóslifandi og bestu skáldsögur.“  Financial Times

Kilja – 286 bls.

Útgáfuár: 2014